Umsókn um snjómokstur

Mokstur vegna eldri borgara og öryrkja er við sérstakar aðstæður framkvæmdar samkvæmt beiðni félagsþjónustunnar. Ef óskað er eftir hreinsun þarf að sækja um það hjá félagsþjónustunni. Þessari þjónustu verður ekki sinnt fyrr en að forgangi 1 og 2 er lokið eða samkvæmt ákvörðun verkstjóra. 

Ekki er boðið upp á mokstur á bílastæðum á fjölbýlishúslóðum.
Ekki er um handmokstur að ræða.
Ath. greiða þarf fyrir þessa þjónustu samkvæmt gjaldskrá heimaþjónustu sveitarfélagsins Ölfus.
Réttur til snjómokstrar
Miðað er við að mokaðar séu innkeyrslur fyrir þá sem ekki geta séð um það sjálfir. Heimilt er að óska eftir læknisvottorði. Alla jafna er boðið upp á snjómokstur þar sem allir fullorðnir heimilismenn eru öryrkjar eða ellilífeyrisþegar en annars ekki. Réttur til snjómokstrar miðast við innkeyrslu þeirra húsa þar sem umsækjandi hefur fasta búsetu.


captcha